- +

Jarlinn í ofninum

Innihald:
1 stk. blómkálshaus skorinn í litla bita (má blanda brokkolí saman við)
200 g Óðals Jarl, rifinn (200-220 g)
200 ml rjómi og slurkur af hvítvíni ef það er til
30 g smjör til að smyrja eldfast mót
100 g sólþurrkaðar ólífur, saxaðar smátt
100 g súrsaður hvítlaukur (fæst í Búrinu)
200 g af gömlu súrdeigsbrauði eða snittubrauði, saxað smátt í brauðmylsnu
nýmalaður svartur pipar
2 msk. söxuð steinselja eða sellerílauf til að strá yfir (2-3 msk.)

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 gráður.

Smyrjið eldfast mót með smjörinu, skellið blómkáli, ólífum, hvítlauk og rjóma í mótið og hvítvíni ef það er til. Ef þið eigið ekki til hvítlaukinn þá er gott að rífa börk af hálfri sítrónu yfir blómkálið.

Stráið osti yfir blómkálið.

Blandið saman brauðmylsnum og söxuðum ólífum ásamt einni msk af ólífuolíu. Stràið þessu yfir ostinn og setjið inn í ofn á 180°C í 25-30 mín.

Þegar eldhúsið angar og falleg stökk skorpa er búin að myndast …þá er bara að setja punktin yfir i-ið með smá ferskleika, hvort sem það er steinselja, graslaukur eða söxuð sellerílauf.

Höfundur: Eirný Sigurðardóttir