- +

Innbakaður ostur

Innihald:
1 Gullostur
Hindberjasulta
Fersk ber
Frosið smjördeig
1 Egg

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C.

Fletjið smjördeigsplöturnar svolítið og setjið ostinn í miðjuna á deiginu (athugið að þið þurfið sömu stærð af deigi til þess að setja ofan á).

Leggið smjördeigið á pappírsklædda ofnplötu eða í eldfast mót.

Smyrjið ostinn með góðri sultu og raðið berjum ofan á. Leggið því næst deig ofan á ostinn og lokið samskeytum vel með gaffli allan hringinn (það þarf örugglega að skera svolítið af deigi frá svo það verði ekki of mikið af því).

Pískið eitt egg og penslið deigið vel með egginu.

Bakið við 200°C í 10–12 mínútur eða þar til smjördeigið er orðið gullinbrúnt.

Sáldrið smávegis af hunangi yfir ostinn þegar hann er kominn út úr ofninum.

 

Höfundur: Eva Laufey Kjaran