- +

Innbakaður Dala Hringur með rifsberjahlaupi og súkkulaði

Innihald:
Dala Brie
Tilbúið smjördeig
Rifsberjahlaup
Pekanhnetur
70% súkkulaði

Aðferð:

Vefjið litlum Dala Hrings bitum í tilbúið smjördeig og bakið á 200 gráðum í 20 mínútur. Það er gaman að gera nokkrar útfærslur. Þið getið sett rifsberjahlaup og pekanhnetur í nokkra bita og inn í ofn en aðra er gott að baka einungis með ostinum og skella svo 70% súkkulaðibitum ofan á þegar þeir koma sjóðandi heitir úr ofninum.

 

Höfundur: María Gomez