- +

Heit osta- og spínatídýfa

Innihald
400 g rjómaostur til matargerðar (stór askja)
100 g gráðaostur
1 stk meðalstór laukur
18 stk frosnar spínatkúlur
1 poki rifinn ostur

Meðlæti
nachos-flögur að eigin vali

Aðferð:

1. Spínatið er sett í pott með vatni, látið afþýðast á lágum hita og svo sigtað.

2. Laukurinn og gráðaosturinn er skorinn smátt og blandað saman við rjómaostinn ásamt spínatinu. Sett í eldfast form og ostinum stráð yfir.

3. Hitað í um 15-20 mínútur við 180°C.

Höfundur: Gígja S. Guðjósdóttir