- +

Brie með söxuðum döðlum, pekanhnetum og sírópi

Innihald:
1 stk. Jóla brie eða annar hvítmygluostur
dökkt agave síróp
saxaðar döðlur og pekanhnetur eftir smekk

Aðferð:

Skerið rákir í ostinn svo sírópið fari aðeins ofan í ostinn.
Saxið döðlur og pekan hnetur smátt og setjið yfir ostinn, en magnið fer bara eftir smekk hvers og eins.
Dreypið sírópi yfir döðlu og hnetukurlið og berið síðan fram.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir