- +

Beikonostakúla

Innihald:
1 box hreinn rjómaostur (125 g) frá Gott í matinn
1½ dl rifinn Óðals Cheddar
4 msk. söxuð fersk basilíka
Sjávarsalt og svartur pipar
6 beikonsneiðar
4 msk. pekanhnetur, saxaðar

Aðferð:

Hrærið saman rjómaosti, cheddarosti og basilíku. Smakkið til með salti og pipar. Mótið bollu með höndunum og setjið inn í ísskáp.

 

Steikið beikonið vel stökkt. Kælið og myljið síðan niður og blandið saman við pekanhneturnar. Veltið ostakúlunni upp úr mulningnum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir