- +

Bakaður Gullostur með berjum og kasjúhnetum

Innihald:
1 stk. Gullostur
100 g brómber
100 g bláber
1 msk. púðursykur
2 msk. kókosolía
1 tsk. smátt saxað rósmarín
Til hamingju brotnar kasjúhnetur

Aðferð:

Hitið Gullostinn á bökunarpappír/í eldföstu fati við 180°C í um 20 mínútur.
Setjið brómber, bláber, púðursykur, kókosolíu og smátt saxað rósmarín í pott á meðan, hitið að suðu og lækkið þá hitann niður.
Leyfið að malla í nokkrar mínútur þar til sykurinn er uppleystur.
Hellið yfir ostinn þegar hann kemur úr ofninum og stráið einnig kasjúhnetum yfir.
Berið fram með góðu kexi.

 

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir