Menu
Ostabakkar - hugmyndir að framsetningu

Ostabakkar - hugmyndir að framsetningu

Það er lítið mál að töfra fram dýrindis ostaveislu án mikillar fyrirhafnar en galdurinn á bak við það liggur ekki hvað síst í framsetningunni.

Möguleikarnir eru óþrjótandi og því er um að gera að prófa sig áfram með alls kyns meðlæti. Þurrkaðir ávextir, hnetur og ber passa t.d. sérstaklega vel með ostum og meðlætið er upplagt að nota til að skreyta bæði ostana og ostabakkann. Svona litlir hlutir gera ótrúlega mikið fyrir lokaútkomuna og það mun koma ykkur skemmtilega á óvart að sjá viðbrögð gestanna þegar búið er að nostra aðeins við ostabakkann.

Innihald

1 skammtar

Hugmynd að ostabakka:

Dalaostar, t.d. Dala hringur, Dala Auður, Gullostur og Ljótur
Óðalsostar, t.d. Tindur, Ísbúi, Havarti og Búri
kex
ferskir og þurrkaðir ávextir
hnetur og möndlur
kjötálegg, t.d. spægipylsa, choriso pylsa, hráskinka o.fl.