Menu
Ofnbakaðar svínakótilettur með papriku í sterkri rjómasósu

Ofnbakaðar svínakótilettur með papriku í sterkri rjómasósu

Tillögur:Skiptið svínakjöti út fyrir lambalærisneiðar. Berið fram með smjörsteiktu spergilkáli eða smjörsteiktu spínati.

Innihald

4 skammtar
stórar svínakótilettur með beini eða 8 minni
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn
Sambal oelek
Tamarisósa
stór rauð papríka, skorin í bita
smjör
svartur pipar

Aðferð

  • Stillið ofninn á 170°.
  • Brúnið svínakótilettur á pönnu upp úr smjöri. Leggið í eldfast mót. Piprið og saltið örlítið.
  • Pískið saman rjóma, sýrðan rjóma, sambal oelek og tamarisósu og hellið yfir kjötið.
  • Leggið paprikusneiðar ofan á og eldið í 60-70 mínútur.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir