- +

Vöfflur og amerískar pönnukökur

Vöfflur, innihald:
300 g smjör
7 dl vatn
1½ kg hveiti
4 tsk. lyftiduft
2½ tsk. salt
8 0 egg
8 dl mjólk

Amerískar pönnukökur, innihald:
500 g hveiti
6 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
4 egg
3 dl súrmjólk
mjólk

Aðferð:

Vöfflur, aðferð:
Hitið saman smjör og vatn í potti og látið kólna aðeins. Hrærið þurrefnin saman. Hellið vatnsblöndunni saman við þurrefnin, brjótið eggin út í, hrærið aðeins. Þynnið með mjólkinni, það gæti þurft meira af henni, og hrærið þar til úr verður kekkjalaust og mjúkt deig. Athugið að hafa deigið ekki of þunnt. Deigið má gera daginn áður.

 

Amerískar pönnukökur, aðferð:
Hrærið saman þurrefnin. Bætið eggjum og súrmjólk saman við. Hrærið. Þynnið deigið eins og þarf með mjólk. Í staðinn fyrir súrmjólk má nota jógúrt og það kemur mjög gott bragð þegar notuð er karamellujógúrt! Mjólkina þarf að nota til að ná réttri þykkt á deigið. Til að ná pönnukökunum frekar þykkum er betra að hafa deigið ekki voða þunnt. Athugið að deigið má gera daginn áður.

 

Hugmyndir að meðlæti

Reyktur silungur, sýrður rjómi, capers og eggjahræra

Steikt beikon

Gæðaskinka

Góður brauðostur og aðrir ostar

Sultur

Þeyttur rjómi

Grísk jógúrt

 

Jarðarber og bláber, önnur ber

Bananasneiðar mýktar í örlitlu smjöri á pönnu

Aðrir ávextir

 

Gott hlynsíróp

Nutella

Hnetusmjör

 

Hvað fer vel saman:

Silungur, sýrður rjómi, capers og eggjahræra

Bananar, bláber og hnetusmjör, jafnvel smá síróp

Nutella og jarðarber

Ber og smá síróp

Sulta og rjómi

Ostar og sultur

…endalausir möguleikar

 

 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir