- +

Súrdeigsbrauðsalat með ferskum mozzarella og tómötum

Innihald:
1½ kg vel þroskaðir tómatar, skornir í fjóra bita
1 tsk sjávarsalt
200 g súrdeigsbrauð
150 g jarðarber, skorin í tvennt
3 dl fersk basilíka, gróft söxuð
2½ dl ítölsk steinselja, gróft söxuð
1 stk rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
1 dl kapers
3 kúlur ferskur mozzarellaostur (stórar kúlur) eða 1 stk fetakubbur

Salatsósa
2 msk tómatamauk
1 tsk Dijon sinnep
2 tsk sherry vínedik, rauðvínsedik eða balsamikedik
1 tsk fínrifinn sítrónubörkur
sykur á hnífsoddi
⅔ dl ólífuolía
sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

1. Setjið tómatana í skál og sáldrið 1 tsk af sjávarsalti yfir. Látið bíða í 10 mínútur.

2. Rífið brauðið niður með höndunum sem og ostinn. Ef notaður er fetaostur þá er hann mulinn gróft.

3. Blandið brauðinu, ostinum, kryddjurtum, rauðlauk, jarðarberjum og kapers saman við tómatana.

4. Pískið allt saman sem fer í salatsósuna. Smakkið til með salti og pipar. Hellið yfir salatið og blandið varlega saman.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir