- +

Melónu- og grape salat með fetaosti, myntu og límónusírópssósu. Borið fram með eða án hráskinku eða stökku beikoni

Innihald:
tvö handfylli af klettasalati
1 stk kantalópmelóna, skorin í bita
2 stk blóð-grape, skorin í bita
125 g fetakubbur, mulinn
2 msk mynta og ef til vill meira
cayennepipar eftir smekk

Salatsósa:
1 msk balsamikedik
2 tsk hlynsíróp
½ msk límónusafi
½ dl ólífuolía
sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk

Meðlæti:
hráskinka eða stökkt beikon eftir smekk

Aðferð:

1. Hrærið saman balsamikediki, hlynsírópi og límónusafa. Á meðan pískað er hellið olíunni smátt og smátt saman við. Smakkið til með pipar og salti.

2. Setjið klettasalat á fat. Raðið melónu- og grapebitum ofan á og hellið salatsósunni yfir. Hrærið varlega saman.

3. Sáldrið myntu og fetaosti yfir og stráið svo cayennepipar þar yfir.

4. Ef notuð er hráskinka eða beikon þá er gott að raða því ofan á salatið eða bera fram sér.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir