- +

Eggjapönnukaka með fyllingu


Aðferð:

Það eina sem þarf að gera er að hræra í hefðbundna eggjaköku en gæta að því að hafa hana þunna. Láta hana verða gullna og bakaða í gegn, snúa henni við eins og pönnuköku og láta hana bakast á þeirri hlið í örskamma stund.

Setjið á bökunarplötu, leggið ostsneiðar yfir, tómatsneiðar eða hvað annað sem ykkur langar í, þá slettu af rjómaosti yfir. Leggið eggjakökuna saman og stingið í heitan ofn í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er bráðinn. Borðið strax eða kælið og takið með í góðu boxi í vinnuna. 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson