- +

Grísk jógúrt með kakó og berjum

Innihald:
100 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
1 msk. hnetusmjör (30 g)
1½ msk. kakó
2 stk. jarðarber (2-3 stk.)
½ banani

Aðferð:

Fyrir einn.

Setjið grísku jógúrtina í skál ásamt hentusmjöri og hrærið vel. Bætið kakói saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Skerið niður jarðarber og setjið í botninn á glasi, setjið gríska jógúrt ofan á, banana og svo restina af jógúrtinni ásamt bönunum og jarðarberjum. Best er að njóta sem fyrst svo bananinn verði ekki brúnn.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir