- +

Grísk jógúrt með hnetusmjöri, berjum og hnetum

Innihald:
100 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
2 msk. hnetusmjör, kúfaðar
1 msk. döðlusíróp
½ tsk. kanill
10 stk. valhnetur
½ banani
Bláber
Jarðarber

Aðferð:

Fyrir einn.

Blandið grískri jógúrt, hnetusmjöri, döðlusírópi og kanil saman í skál og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Skerið banana í sneiðar, setjið banana í botninn á glasi og setjið helminginn af grísku jógúrtinni ofan á, setjið því næst restina af banananum ásamt grófsöxuðum hnetum. Setjið restina af jógúrtinni ofan á ásamt jarðarberjum, bláberjum og restinni af hnetunum.

 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir