- +

Fylltir croissant bátar með gratínosti, vorlauk og beikoni

Innihald:
2 stk. tilbúin stór croissant, líka hægt að nota t.d. heilhveitihorn
3 stk. egg
2 msk. rjómi frá Gott í matinn
2 dl rifinn gratínostur frá Gott í matinn
4 sneiðar beikon, steikt og smátt skorið
2 stk. vorlaukar, smátt saxaðir
salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofn í 180 gráður með blæstri, annars 200 gráður. Pískið saman egg og rjóma, bætið ostinum saman við ásamt steiktu beikoni og lauknum. Hrærið saman og kryddið með ögn af salti og vel af nýmöluðum svörtum pipar. Skerið vasa í hornin og fjarlægið dálítið af innihaldinu til að koma fyllingunni fyrir. Skiptið fyllingunni á milli hornanna. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til fyllingin er bökuð í gegn. Uppskriftina má auðveldlega margfalda.

Einnig er hægt að fylla rúnstykki eða heilt baguette með sömu aðferð. 

Þessi uppskrift er fullkominn fyrir helgar brunchinn.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir