- +

Eggjakaka með brauði og osti

Innihald:
1 brauðsneið, skorpan skorin af
Mjúkt smjör
2 egg
½ dl mjólk
½ dl rjómi frá Gott í matinn
Salt og svartur pipar
Rifinn ostur eða teningar að eigin vali (Dala Camembert, Bóndabrie, Piparostur, Fetaostur...)
Grænmeti að eigin vali, t.d. soðið brokkolí eða ferskur aspas
Skinka eða annað kjötálegg

Aðferð:

Uppskriftin er miðuð við einn.

 

Hitið ofn í 160 gráður. Finnið form eða lága skál sem má fara í ofn. Smyrjið að innan með smjöri. Smyrjið brauðsneiðina báðum megin. Þrýstið brauðinu lauslega ofan í skálina. Stingið í heitan ofn í 10 mínútur svo brauðið verði svolítið stökkt.

 

Takið soðið grænmeti og leggið í brauðskálina. Þá má strá ostabitum yfir, sbr. fetaosti.

 

Hrærið saman egg, mjólk og rjóma. Saltið og piprið. Hrærið vel saman þar til létt og freyðandi. Setjið rifinn ost saman við sem og allan þann ost sem þið viljið. Hellið í brauðskálina.

 

Stingið í heitan ofninn og bakið í um 20 mínútur. Að sjálfsögðu fer eldunartíminn eftir stærð eggjakökunnar.

Höfundur: Halla Bára og Gunnar