- +

Eggjakaka - fyrir einn til tvo

Innihald
2 stk eggjahvítur
1 stk egg
pínu mjólkur- eða rjómadreitill
saltflögur eftir smekk
pipar eftir smekk
tómatar í sneiðum
spínatblöð eða önnur salatblöð
ristaðar furuhnetur
rifinn ostur

Aðferð:

1. Sláið eggin létt saman í skál með gaffli. Kryddið.

2. Hitið örlítið af olíu á pönnunni sem þið notið og hellið eggjunum á hana. Látið eggin stirðna rétt aðeins. Lyftið pönnunni aðeins frá hitanum ef ykkur finnst þurfa. Setjið aftur á hitann. Setjið rifinn ost yfir ef þið notið hann. T.d. er upplagt að nota pönnukökujárnið til að steikja eggjakökur á.

3. Leggið tómatana yfir ásamt spínatinu. Látið eggjakökuna klárast. Stráið nokkrum furuhnetum yfir. Látið hana renna yfir á disk og lokið henni til helmings. 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal