- +

Eggjahræra

Innihald:
6 egg
30 g smjör

Aðferð:

Bræðið helminginn af smjörinu á pönnu. Hrærið eggin áður en þið hellið þeim á heita pönnuna. Hrærið varlega í eggjunum og losið þau sundur. Aðalatriðið hér er að elda þau ekki of mikið. Á meðan þau líta út fyrir að vera ekki alveg tilbúin, mjúk ásýndar, skuluð þið slökkva á hellunni og hræra afganginn af smjörinu varlega saman við eggin þannig að smjörið bráðni. Eggin halda áfram að eldast á heitri pönnunni.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir