- +

Egg í ofni með spínati, osti og sírópsbeikoni

Innihald:
mjúkt smjör, 1 msk og 2 tsk
300 g spínat
1½ tsk sjávarsalt
4 stk stór egg
svartur pipar, eftir smekk
4 tsk matreiðslurjómi
4 msk gratínostur
8 sneiðar beikon
2 tsk hlynsíróp
1 msk graslaukur, saxaður

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°.

2. Setjið beikonsneiðarnar á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Skiptið sýrópinu jafn á sneiðarnar og bakið þar til beikonið verður stökkt. Geymið í álpappir.

3. Smyrjið 4 lítil eldföst mót með 1 msk af smjöri.

4. Setjið vatn í frekar stóran pott, rúmlega helming af vatni. Látið suðuna koma upp og setjið 1 tsk af salti út í. Sjóðið spínatið í 2 mínútur. Látið renna af því og skolið með köldu vatni. Kreistið allt vatn úr spínatinu og þerrið vel.

5. Skiptið spínatinu jafnt niður á formin en skiljið eftir gat í miðjunni. Setjið restina af smjörinu í götin.

6. Brjótið síðan egg ofan í götin. Setjið loks matreiðslurjóma og ost yfir eggin og bakið í 15 mínútur eða þar til eggin eru orðin stíf. Berið fram með beikonsneiðunum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir