- +

Brunch-pizzur

Innihald:
4 stk. tortillakökur
2 dl. rifinn Óðals Cheddar
2 dl. rifinn Óðals Ísbúi
2 dl. sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
3 tsk. Dijon sinnep
1 tsk. Sriracha sósa
Sjávarsalt og svartur pipar
8 stk. beikonsneiðar
4 stk. egg
1 stk. stór lárpera eða 2 litlar, skornar í bita
2 msk. saxað ferskt kóríander, má sleppa
1 stk. límóna, skorin í bita

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°.

2. Hrærið saman ostunum tveimur, sýrða rjómanum, Dijonsinnepi og Sriracasósunni. Smakkið til með sjávarsalti og pipar. Látið tortillakökurnar á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Smyrjið ostamaukinu jafnt á tortillakökurnar.

3. Setjið  tvær beikonsneiðar á hverja tortillu. Reynið að láta þær standa upp á endann og mynda hring. Brjótið síðan 1 egg þar ofan í. Bakið í ofni þar til eggið er orðið nokkuð stíft. Takið úr ofninum og sáldrið lárperubitum og kóríander yfir. Berið strax fram með límónubátum, ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir