- +

Beyglur á tvenna vegu: með lárperukremi og reyktum laxi og með hráskinku og öðruvísi Waldorfsalati.

Beyglur:
3 dl ilvolgt vatn
2 tsk þurrger
1½ msk hrásykur
2 tsk sjávarsalt
hveiti eins og þurfa þykir

Beygla með lárperukremi, lárperukrem innihald:
1 stk lárpera
2 stk tómatar
2 dl 18% sýrður rjómi
1 msk sítrónu eða límónusafi
sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk

Beygla með lárperukremi, meðlæti:
rjómaostur, eftir smekk
reyktur lax/silungur, eftir smekk
ferskt salat, eftir smekk
2 stk tómatar, skornir í sneiðar
sítrónu eða límónubátar
svartur pipar, eftir smekk

Beygla með hráskinku, waldorfsalat innihald:
1¼ dl 18% sýrður rjómi
2 tsk balsamikedik
1 tsk hunang
150 g sellerírót, skorin í örþunna strimla
1 stk sellerístöngull, skorinn örþunnt
1 stk epli, skorið örþunnt
2 msk valhnetur, saxaðar
6 stk vínber, söxuð
sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk

Beygla með hráskinku, meðlæti:
8 stk hráskinkusneiðar
rjómaostur, eftir smekk
ferskt salat, eftir smekk
nokkur vínber
valhnetur, eftir smekk
svartur pipar, eftir smekk

Aðferð:

Beyglur aðferð:

1. Leysið ger og sykur upp í vatninu.

2. Setjið salt saman við og síðan hveitið smátt og smátt eða þar til þið hafið meðfærilegt deig. Deigið á að vera rakt en stinnt viðkomu. Látið það í hreina olíuborna skál og breiðið hreinan klút yfir. Látið hefast á hlýjum stað í klukkutíma.

3. Hnoðið deigið aftur og látið bíða í 10 mínútur. Mótið þá átta kúlur úr deiginu og gerið hring með puttanum í miðju hverjar kúlu.

4. Setjið beyglurnar á bökunarplötu klædda olíubornum  bökunarpappír og hyljið með klút. Látið þær hefast í u.þ.b. 10 mínútur.

5. Sjóðið vatn í víðum potti. Lækkið hitann en látið samt vatnið bulla. Setjið beyglurnar út í vatnið og látið þær sjóða þar til þær fljóta upp. Snúið þeim einu sinni við.

6. Takið þær upp úr vatninu og setjið aftur á bökunarplötuna. Bakið í 15-20 mínútur við 220°.

 

Beygla með lárperukremi og reyktum laxi/silungi:
4 stk

1. Skerið kross í kjarna tómatana. Setjið þá út í sjóðandi vatn í örstutta stund. Kælið. Takið skinnið af þeim, skerið í tvennt og fjarlægið kjarnann og fleygið. Gróf saxið kjötið.

2. Maukið lárperuna, tómatakjötið, sýrða rjómann og sítrussafann með töfrasprota eða gaffli. Smakkið til með salti og pipar.

3. Skerið beyglurnar í tvennt og ristið. Smyrjið botnana með rjómaosti og síðan lárperukremi.

4. Raðið laxi/silunig, tómötum og salati á hverrja beyglu og sáldrið svörtum pipar yfir. Berið fram með sítrónu-límónubátum.Beygla með hráskinku og örðuvísi Waldorfsalati:
4 stk

1. Hrærið saman sýrðum rjóma, balsamikediki og hunangi.

2. Setjið grænmetið, eplið, valhnetur og berin saman við. Hrærið og smakkið til með salti og pipar.

3. Skerið beyglurnar í tvennt og ristið. Smyrjið botnanna með rjómaosti. Setjið ferskt salat á hvern botn og skiptið Waldorfsalatinu niður á beyglurnar.

4. Toppið með hráskinkusneiðum, vínberjum, valhnetum og svörtum pipar.

 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir