- +

Tortilla á mexíkóskum nótum

Innihald:
Mexíkóostur, skorinn í sneiðar eða rifinn piparostur
maísbaunir
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
kaldur eldaður kjúklingur, skorinn í sneiðar
kóríander, eftir smekk
2 stk. tortillur, eða fleiri
-borið fram með sýrðum rjóma

Aðferð:

Quesadillur eru tvær tortilla-hveitikökur með fyllingu á milli. Þetta er sérlega skemmtilegur matur, hvort heldur sem smáréttur eða létt máltíð á góðviðrisdegi. Hér er upplagt að nota hugmyndaflugið eða nýta afganga, til dæmis kalt kjöt eða afganginn af steikta fiskinum, ásamt osti, sýrðum rjóma og grænmeti.

 

Tortilla á mexíkóskum nótum, eldunaraðferð
Léttristið tortillakökurnar á báðum hliðum áður en fyllingin er sett á þær. Setjið hráefnið á aðra kökuna í þeirri röð sem það er talið upp og í því magni sem þið viljið. Leggið hina tortillakökuna yfir fyllinguna, setjið svo á grillið og grillið þær við óbeinan hita, þ.e. ekki beint yfir logann eða á álbakka eða heitum pítsusteini þar til að osturinn fer að bráðna. Skerið síðan hverja köku í 4-6 sneiðar. Þær eru bestar þegar þær eru heitar.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir