Menu

Innihald

4 skammtar
hvítlauksrif, tvö með hýði og eitt án
rauð chillí, fræhreinsuð og skorin í tvennt
cuminfræ
piparkorn
negull
vatn
eplaedik
óreganó
Hrásykur á hnífsoddi
nautagúllas
salt
repjuolía
laukur, saxaður
tómatpassata
vatn
bjór
niðursoðinn jalapeno og helmingurinn af vökvanum úr dósinni
dökkt súkkulaði
Sjávarsalt og svartur pipar

Meðlæti:

Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Saxaðir tómatar
Ferskt kóríander
Lárpera í sneiðum
Rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
Tortillakökur
Ananas- og maíssalsa

Aðferð

  • Setjið óafhýddu hvítlauksrifin á heita pönnu og brúnið þar til þau verða mjúk.
  • Takið þá hýðið af þeim.
  • Á sömu pönnu brúnið chiliið.
  • Setjið það svo í kalt vatn í 20 mínútur.
  • Sigtið svo vatnið frá. Ristið cuminfræ, negul og piparkorn á pönnunni þar til ilmar.
  • Setjið hvítlauksrifin, (elduðu og óeldaða), chili og krydd í matvinnsluvél ásamt ⅔ dl af vatni, eplasíderediki, óreganókryddi og sykri. Maukið.
  • Saltið nautakjötsbitana og steikið þá í skömmtum og setjið til hliðar.
  • Steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur.
  • Bætið maukuðu sósunni saman við og látið malla í 5 mínútur.
  • Setjið 1 ¼ dl vatn út í ásamt bjór, tómatapassata, jalapeno og jalapenovökva.
  • Látið suðuna koma upp og setjið þá kjötið saman við.
  • Látið malla á vægum hita í 1 ½ - 2 klukkutíma undir loki.
  • Að þeim tíma liðnum setjið súkkulaðið út í og smakkið til með salti og pipar. Ef sósan er ekki nógu þykk er gott að láta hana malla aðeins lengur án pottloks.
  • Berið fram með meðlætinu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir