- +

Mexíkóskur grænmetisréttur í stökkri tortillu með ferskri límónusósu

Innihald
2 stk. sætar kartöflur, ekki of stórar
3 dl cheddar ostur, rifinn
1¼ dl matreiðslurjómi
4 msk. mjúkt smjör
sjávarsalt og svartur pipar
olía
1 stk. rauðlaukur, fínsaxaður
1 stk. lítil rauð paprika, skorin í litla bita
3 msk. sellerí, smásaxað
1 stk. hvítlauksrif, fínsaxað
1 dós svartbaunir eða nýrnabaunir
2 msk. tómatmauk
1 msk. rauðvínsedik
1 tsk. hunang
½ tsk. cummin
½ tsk. kóríander
¼ tsk. chillíduft

Límónusósa
1 dós sýrður rjómi eða 2 dl grísk jógúrt
1 stk. límóna, fínrifinn börkur og safi
1½ tsk. hunang
sjávarsalt

Meðlæti
4 stk. tortillur (4-6 stk.)
ferskt salat eftir smekk
ferskt kóríander eftir smekk, má sleppa

Aðferð:

1. Stingið í kartöflurnar með gaffli hist og her. Setjið í örbylgjuofn í 13-15 mínútur. Eða skrælið þær, skerið í bita og sjóðið þar til þær eru orðnar meirar. Skafið innan úr kartöflunum (ef þið notið örbylgjuofn).

 

2. Stappið kartöflurnar og blandið matreiðslurjóma, 2 ½ dl af osti og smjöri saman við. Smakkið til með pipar og salti. Setjið til hliðar.

 

3. Stillið ofninn á 180°.

 

4. Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlauk, hvítlauk, papriku og sellerí.

 

5. Skolið baunirnar og bætið þeim út á pönnuna ásamt tómatamaukinu, hunangi, ediki og kryddum. Hrærið og látið malla í u.þ.b 5 mínútur.

 

6. Olíuberið eldfast mót og setjið baunamaukið í. Hyljið með sætkartöflustöppunni. Dreifið restinni af cheddarostinum yfir og bakið í 20-30 mínútur, eða þar til gullið.

 

7. Spreyið eða penslið tortillakökurnar með olíu og komið þeim fyrir á öfugu muffinsformi (sjá mynd) eða setjið kökurnar ofan í skálar sem þola ofnhita. Bakið í u.þ.b. 10 mínútur.

 

8. Hrærið öllu saman sem á að fara í límónusósuna, smakkið til með salti.

 

9. Setjið ferskt salat ofan í skálarnar, þá baunamaukið og toppið með kóríander og límónusósu.

 

 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir