Menu
Mexíkóskt taco salat

Mexíkóskt taco salat

Litríkt, ljúffengt og ljómandi gott salat sem hentar frábærlega fyrir fjölskylduna og sem skemmtilegur réttur í matarboðið.

Innihald

4 skammtar
Nautahakk
Laukur
Paprikukrydd
Kúmen
Kóríander
Chiliflögur
Óreganó
Salt og pipar (ath. einnig hægt að nota tilbúna taco kryddblöndu í poka)
lítil krukka salsa sósa
Tómatpaste
Vatn
Salatblöð eftir smekk
Rauðlaukur, smátt saxaður
Avocado
Kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
Tortilla flögur, ferskt chilli og vorlaukur (má sleppa)

Skref1

  • Steikið hakkið við háan hita ásamt lauk og kryddum þar til vel brúnað.

Skref2

  • Hellið salsasósu, tómatpaste og vatni á pönnuna og leyfið að sjóða aðeins niður.
  • Takið af hitanum og látið aðeins kólna á meðan þið gerið salatið tilbúið.

Skref3

  • Raðið salatblöðum á stórt fat. Skerið grænmetið niður og raðið um helmingnum yfir salatið ásamt rifnum osti.
  • Setjið hakkið því næst ofan á, toppið með restinni af grænmetinu, meira af ostinum og setjið vel af sýrðum rjóma yfir allt salatið eða í miðjuna.
  • Skreytið með tortillaflögum, chilli og vorlauk ef vill. Berið fram strax.
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir