- +

Mexíkósk sæt kartöflusúpa og mexíkóskar brauðmöffins

Innihald
400 g sæt kartafla, afhýdd og skorin í bita
2 stk litlir laukar, saxaðir
3 stk hvítlauksrif, söxuð
2 stk rauð chillí, fræhreinsuð og grófsöxuð
1 msk smjör
3 msk niðursoðinn kjúklingakraftur
7 dl vatn
2½ dl matreiðslurjómi
safi og börkur af einni límónu

Meðlæti
1 stk stór lárpera eða 2 smáar, skorin í litla bita
sýrður rjómi í sprautubrúsa, eftir smekk
hnefafylli af fersku kóríander
4 msk af rifnum cheddarosti
nachosflögur, eftir smekk

Mexíkóskar brauðmöffins (12 stk) ;
6 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 poki rifinn mozzarellaostur
1¼ dl maískorn
1¼ dl salsasósa
100 g chorizopylsa, skorin í smáa bita
1 stk gulrót, fínrifin
1¼ dl repjuolía
2 stk egg
2 dl hrein jógúrt

Aðferð:

Súpa aðferð:

 1.   Steikið sæta kartöflubita, lauka og chillí upp úr smjöri. Bætið vatni, krafti og matreiðslurjóma saman við. Látið malla undir loki í 15 mínútur.

2.   Maukið súpuna með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Setjið límónusafa og börk út í.

3.   Hellið í skálar og berið strax fram með meðlætinu.

 

Mexíkóskar brauðmöffins aðferð:

1.     Stillið ofninn á 180°.

2.   Blandið fyrstu átta hráefnunum saman í skál. Geymið samt 1 dl af ostinum til að setja yfir möffinsið áður en það fer í ofninn.

3.  Pískið saman í annarri skál, eggjum, olíu og jógúrti. Blandið varlega saman við hin hráefnin. Reynið að hræra ekki of lengi.

4.  Setjið í tólf möffinsform og sáldrið afganginum af ostinum yfir. Bakið í 25-30 mínútur. Berið fram með súpunni.

 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir