- +

Mexíkósk lúxusídýfa

Innihald:
400 g rjómaostur frá Gott í matinn
1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 hvítlauksrif
2 msk. red hot sósa
1 lime (safinn) og fleiri til skrauts
200 g rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
400 g maís
150 g fetakubbur frá Gott í matinn
Jalapeno eftir smekk
½ stk. rauðlaukur
½ bolli ferskur kóríander
Nachos flögur

Aðferð:

Skref 1:

Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma, 100 g af pizzaosti og limesafa í matvinnsluvél eða blandara þar til blandan verður silkimjúk.

 

Skref 2:

Blandið saman við ostablönduna smátt skornum rauðlauk, kóríander, hvítlauk, red hot sósu, jalapeno og smátt skornum fetakubbi og setjið í eldfast form.

Skref 3:

Dreifið restinni af pizzaostinum yfir og bakið í ofni í um 15-20 mínútur eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast. Skreytið með fetaosti, kóríander, hot sósu og limesneiðum.