- +

Mexíkósk kjúklingaídýfa

Innihald:
2 stk. stórar kjúklingabringur, skornar í litla teninga
1 tsk. chipotle chilikrydd eða venjulegt chilikrydd
¼ tsk. cumin
¼ tsk. kóríanderkrydd
1½ tsk. sjávarsalt
¼ tsk. svartur pipar
½ dl hveiti
2 msk. smjör
1 stk. lítill jalapeno eða hálfur stór, fínsaxaður
1 stk. hvítlauksrif, fínsaxað
2 dl maísbaunir, gott að nota frosnar og leyfa þeim að þiðna áður
safi af 1 límónu
½ dl tequila eða sama magn af vatni
200 g hreinn rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
3 dl rifinn cheddarostur
ferkur kóríander eftir smekk, saxaður

Tillögur að meðlæti:
nachos eða tortilla flögur, skornar í litla tígla
sýrður rjómi, salsa, guacamole, límónubátar, saxaðar ólífur

Aðferð:

Nasl fyrir 4-6

1. Hitið ofninn í 200°.

2. Veltið kjúklingabitunum upp úr kryddunum og ½ tsk af salti og ¼ tsk pipar. Gott er að gera þetta í plastpoka. Setjið svo hveitið saman við og hristið saman.

3. Hitið 1 msk. af smjöri á pönnu og snöggsteikið kjúklingabitana. Færið yfir á disk. Hitið seinni matskeiðina af smjöri og mýkið jalapeno, hvítlauk og maísbaunir. Sáldrið ¼ tsk af sjávarsalti yfir. Blandið kjúklingabitunum saman við. Hellið límónusafa og tequila/vatni yfir og látið sjóða upp.

4. Smyrjið meðalstórt eldfast mót með rjómaostinum. Dreifið kjúklingablöndunni þar ofan á. Sáldrið loks cheddarosti yfir og bakið í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinn. Setjið ferskt kóríander ofan á, eftir smekk. Berið fram með einhverju af ofangreindu meðlæti.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir