- +

Mexíkólasanja með rjómalagaðri jalapeno-ostasósu

Innihald
600 g nautahakk
taco krydd
250 ml matreiðslurjómi
1 stk Jalapenoostur
½ dós gular baunir (hálf til heil dós)
½ dós nýrnabaunir (hálf til heil dós)
1 krukka chunky salsa
6 stk mjúkar mais tortillur
2 stk ferskir tómatar
rifinn ostur
rauðlaukur og paprika eftir smekk

Aðferð:

Ofninn hitaður í 190 gráður.

1. Hakkið er steikt á pönnu með kryddinu samkvæmt leiðbeiningum.

2. Í pott fara saman rjóminn og osturinn þar til osturinn er bráðnaður.

3. Þegar hakkið er tilbúið er baununum blandað saman við hakkið  á pönnunni.

4. Í botninn á eldföstu móti eða bökuformi fara tortilla kökur, þar næst hakkblandan og ofan á hakkið fer jalapeno-sósan. Ofan á sósuna fara svo aftur tortillakökur og hakk ofan á þær og salsasósan ofan á hakkið. Að lokum er settur rifinn ostur yfir réttinn og fatið inn í ofn í 15-20 mínútur. 

5. Þegar lasanjað er tilbúið er gott að dreifa yfir það ferskum niðurskornum tómatbitum áður en það er borið fram.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir