- +

Mexíkóhakkbollur með tómatpestósósu

Innihald:
800 g nautahakk
200 g saxaður laukur
2 tsk saxað ferskt chilli (2-3 tsk)
150 g rifnar gulrætur
2 tsk paprikuduft
2 dl hrá hrísgrjón
1 stk egg
1 dós sýrður rjómi 36%
1 dl brauðraspur
salt og nýmalaður pipar, eftir smekk

Tómatpestósósa:
1 dós sýrður rjómi 36%
3 msk tómatpestó (3-4 msk)

Aðferð:

Kjötbollur, aðferð:

1. Blandið öllu vel saman og lagið litlar kjötbollur.

2. Setjið á ofnplötu og steikið við 160°c í 20-25 mínútur, en steikingartíminn fer svolítið eftir stærðinni á bollunum.

Þessi uppskrift dugar í c.a. 40-50 litlar partýbollur.

 

Sósa, aðferð:

Hrærið vel saman sýrðum rjóma og tómatpestó.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson