- +

Mexíkóborgari

Mexíkóborgari
hamborgari
sneið af steyptum Mexíkóosti frá MS
sneið af steyptum hvítlauksosti frá MS
jalapenos úr krukku, sneiddir
rauðlaukur, sneiddur
salat að eigin vali
svartar ólífur
tómatur í sneiðum
hamborgarabrauð
sýrður rjómi frá MS

Aðferð:
Grillið borgarann eftir smekk. Leggið Mexíkó- og hvítlauks-ostsneiðar á borgarann þegar 1-2 mínútur eru eftir af steikingartímanum og látið ostinn bráðna örlítið. Hitið brauðið á sama tíma á efri grind grillsins og smyrjið með sýrðum rjóma. Raðið svo borgaranum saman. Berið fram með tortillaflögum og sýrðum rjóma.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir