Menu
Ljúffeng mexíkósk kjúklingasúpa

Ljúffeng mexíkósk kjúklingasúpa

Mexíkóskar kjúklingasúpur eru í uppáhaldi hjá mörgum og þessi uppskrift er úr smiðju Thelmu Þorbergs matgæðings Gott í matinn til margra ára.

Innihald

8 skammtar
rauðlaukur
hvítlauksrif, rifin niður
rauður ferskur chilli
vatn
kjúklingakrafts teningar
kjötkrafts teningar
cavenne pipar, setja 1/2 fyrst og smakka svo
niðursoðnir tómatar skornir smátt
ferskir tómatar skornir í grófa bita
matreiðslurjómi (meira fyrir sælkera)
kjúklingabringur
salt og pipar

Meðlæti

sýrður rjómi frá Gott í matinn
rifinn Gratínostur frá Gott í matinn
nachos ostaflögur

Skref1

  • Setjið eina msk. af ólífuolíu í stóran pott, skerið rauðlaukinn gróflega niður og steikið hann í pottinum.
  • Bætið hvítlauknum saman við og hrærið, passið að hvítlaukurinn brenni ekki.
  • Þegar rauðlaukurinn er aðeins farinn að brúnast bæti þið restinni saman við.
  • Byrjið á því að setja niðursoðnu tómatana saman við ásamt vatninu og kjúklinga- og kjötkraftinum. Bætið svo saman við Cayenne piparnum, chilipiparnum og fersku tómötunum.

Skref2

  • Steikið kjúklinginn á sér pönnu með smá salti og pipar, best er að setja kjúklinginn saman við þegar súpan er alveg að verða tilbúin.
  • Smakkið súpuna og bætið við pipar, salti eða Cayenne pipar eftir smekk.
  • Ef ykkur finnst súpan of bragðlítil geti þið bætt við kryddum t.d. Cayenne pipar hann gerir súpuna sterkari, ef ykkur finnst hún vera orðin of sterk þá bætið þið bara aðeins meira af rjóma saman við.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir