- +

Kröftugt kjúklingachili

Innihald:
1 msk. ólívuolía
1 lítill laukur, saxaður
1 lítið grænt chili, fræhreinsað og fínsaxað
2 hvítlauksrif, marin
¼ tsk. cumin
¼ tsk. oregano
2 kjúklingabringur, hver skorin í þrjá bita
6 dl vatn
1½ kjúklingakraftsteningur
¼ dl niðursoðið jalapeno, saxað (meira eftir smekk)
1 dós niðursoðnar hvítar baunir
2 dl maísbaunir
Handfylli af fersku kóríander
2½ dl hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
Salt og svartur pipar
Límónusafi

Meðlæti:
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Rifinn mozzarella frá Gott í matinn
Nachos. gróft mulið
Límóna, skorin í báta
Ferskt kóríander, saxað
1 vorlaukur, saxaður

Aðferð:

Hitið olíu í potti og mýkið lauk og grænt chili í 5 mínútur. Bætið við hvítlauk og kryddinu og steikið áfram í 3 mínútur.

Bætið kjúklingnum, jalapenoi, vatni og kjúklingakrafti saman við. Látið suðuna koma upp. Setjið þá lok á pottinn og látið malla í 12 mínútur við vægan hita.

Takið pottinn af hellunni og veiðið kjúklinginn upp úr. Tætið hann í sundur með tveimur göfflum og setjið aftur ofan í soðið.

Látið renna af baununum og bætið þeim síðan í pottinn ásamt maísbaunum. Sjóðið við vægan hita í 10 mínútur.

Takið þá pottinn af hellunni og setjið ferskt kóríander saman við ásamt rjómaosti. Látið ostinn bráðna og smakkið til með pipar, salti, límónusafa og rjómaosti ef vill.

Berið strax fram með meðlætinu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir