Menu
Melónu- og grape salat með fetaosti og myntu

Melónu- og grape salat með fetaosti og myntu

Ferskt og sumarlegt salat sem bæði er gott eitt sér eða sem meðlæti með grilluðu kjöti eða fiski.

Innihald

5 skammtar
tvö handfylli af klettasalati
kantalópmelóna, skorin í bita
blóð-grape, skorin í bita
fetakubbur frá Gott í matinn, mulinn
mynta og ef til vill meira
cayennepipar eftir smekk

Salatsósa:

balsamikedik
hlynsíróp
límónusafi
ólífuolía
sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk

Meðlæti:

hráskinka eða stökkt beikon eftir smekk

Skref1

  • Hrærið saman balsamikediki, hlynsírópi og límónusafa.
  • Á meðan pískað er hellið olíunni smátt og smátt saman við.
  • Smakkið til með pipar og salti.

Skref2

  • Setjið klettasalat á fat.
  • Raðið melónu- og grapebitum ofan á og hellið salatsósunni yfir.
  • Hrærið varlega saman.
  • Sáldrið myntu og fetaosti yfir og stráið svo cayennepipar þar yfir.
  • Ef notuð er hráskinka eða beikon þá er gott að raða því ofan á salatið eða bera fram sér.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir