Menu
Matarmikil ídýfa með nautahakki og osti

Matarmikil ídýfa með nautahakki og osti

Ídýfa með mexíkósku ívafi úr smiðju Höllu Báru.  

Innihald

1 skammtar
nautahakk
mexíkósk kryddblanda í poka (t.d. burrito seasoning mix)
Smátt skorinn blaðlaukur
smátt skorin græn paprika
smátt skorin rauð paprika
smátt skorið ferskt, rautt chillí
tómatsósa úr dós
ostasósa úr dós
vatn
Worcester sósa (má sleppa)
rifinn ostur
cayenne pipar
paprikukrydd
rifinn ostur

Aðferð

  • Hitið ofn í 200 gráður. Brúnið nautahakk og smakkið til með kryddblöndu. Þegar það er næstum tilbúið blandið þá saman við lauk, papriku og chillí og mýkið aðeins.
  • Hrærið tómatsósu saman við, vatni, ostasósu og Worcester-sósu. Smakkið til með cayennepipar og parikukryddi. Hrærið rifinn ost saman við.
  • Hellið blöndunni í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir. Setjið í ofn þar til osturinn er bráðinn. Berið fram með tortillum sem skornar eru í 8 bita eða nachos-flögum.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir