- +

Veislu ostaídýfa með beikoni og sýrðum rjóma - KETO

Innihald:
1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
200 g hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
3 dl rifinn Óðals Cheddar
150 g beikon, steikt þar til stökkt og skorið í litla bita
4 vorlaukar smátt saxaðir
1 tómatur, fræhreinsaður og smátt skorinn
Svartur pipar

Aðferð:

Hrærið öllu saman í skál, smakkið til með nýmöluðum svörtum pipar. Færið yfir í aðra skál til að bera fram og toppið með smátt söxuðum tómötum. Berið fram með Óðalsostasnakki, kexi eða niðurskornu grænmeti.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir