- +

Tiramisú bollakökur - KETO

Bollakökur:
3 egg
75 g sæta
¾ dl rjómi frá Gott í matinn
¾ dl sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
30 g mjúkt smjör
1½ tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilludropar
45 g kókoshveiti
½ tsk. gróft salt
30 ml kaffiblanda (sjá neðar)

Kaffiblanda:
50 ml sjóðandi vatn
2 tsk. skyndikaffi
1 tsk. rommdropar

Fylling:
100 g mascarpone ostur
20 ml kaffiblanda
½ tsk. vanilludropar
40 g sykurlaust sýróp

Krem:
100 g rjómaostur
80 g fínmöluð sæta
1 tsk. vanilludropar
150 ml rjómi frá Gott í matinn

Aðferð bollakökur:

Þeytið egg og sætu þar til blandan er létt og ljós.

Bætið rjóma og 36% sýrðum rjóma saman við ásamt smjörinu.

Bætið þurrefnunum saman við.

Skiptið 2/3 af deiginu í smurð bollakökuform.

 

Blandið restinni af deiginu saman við 20 ml af kaffiblöndunni, hrærið saman og hellið ofan á bollakökurnar.

Bakið í um 20 mínútur á 170° blæstri.

Kælið vel.

 

Aðferð fylling:

Þeytið saman innihaldinu þar til allt hefur blandast vel saman.

Þynnið til með kaffiblöndunni þar til hægt er að sprauta fyllingunni með sprautupoka.

Þegar kökurnar hafa kólnað er gott að stinga miðjuna út með breiðari endanum á sprautustút og moka upp með teskeið.

Sprautið fyllingunni í gatið og kælið.

 

Aðferð krem:

Þeytið saman rjómaosti, fínmalaðri sætu og vanilludropum.

Hellið rjómanum varlega saman við og hrærið hægt.

Þegar rjóminn er allur kominn út í þá er vélin sett á fullan kraft þar til toppar myndast í kreminu.

Setjið kremið í sprautupoka með fallegum skrautstút og skreytið hverja köku. Fallegt er að sigta dökku kakói yfir kökurnar áður en þær eru bornar fram.

Höfundur: María Krista Hreiðarsdóttir