- +

Smjörbakaður silungur með bernaise-pestósósu

Innihald
4 stk silungsflök, beinlaus og roðflett
1½ stk sítróna, börkur og safi af einni
mjúkt smjör, 200 g og 2 msk.
2 stk eggjarauður
2 msk grænt pestó (2-4 msk)
sjávarsalt og svartur pipar
smjör

Aðferð:

1. Stillið ofninn á grill.

2. Hrærið 2 msk af mjúku smjöri saman við fínrifinn börk af 1 sítrónu og smyrjið silungsflökin. Leggið þau í smjörborið eldfast mót. Saltið örlítið og piprið. Grillið ofarlega í ofninum í 6-8 mínútur. Hellið safa af sítrónunni yfir.

3. Á meðan fiskurinn er í ofninum. Bræðið 200 g af smjöri við lágan hita.

4. Þeytið eggjarauður. Hellið síðan smjörinu saman við á meðan þeytt er. Fyrst nokkra dropa og síðan í mjórri bunu.

5. Smakkið sósuna til með sítrónusafa, pestói, salti og pipar. Berið fram með fiskinum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir