- +

Skyrterta með brómberjum

Botn:
80 g pekanhnetur
80 g möndlumjöl
40 g fínmöluð sæta (Good Good eða Sukrin Gold)
50 g brætt smjör
10 g olía, kókosolía eða MCT
1 tsk. kanill
⅓ tsk. salt

Fylling:
2 dósir kolvetnaskert KEA skyr með vanillu
200 ml rjómi frá Gott í matinn
20 g fínmöluð sæta
1 tsk. vanilludropar
6 brómber (6-8 stk.)

Toppur:
100 ml soðið vatn
2 msk. sítrónusafi
30 g fínmöluð sæta
6 brómber
3 matarlímsblöð
8 brómber skorin til helminga (8-10 stk.)

Aðferð:

Botn:

 • Malið pekanhnetur smátt.
 • Setjið möndlumjölið og pekanhnetur á pönnu og ristið. Setjið svo í skál ásamt salti, kanil og sætu.
 • Bræðið smjörið og hellið saman við mjölið og hrærið vel ásamt olíu. 
 • Setjið blönduna í fallegt mót og þjappið vel. Það er fallegt að láta botninn aðeins upp á kantana. Kælið

Fylling:

 • Þeytið rjómann. Bætið skyri, sætu og vanillu saman við ásamt brómberjum skornum í helminga.
 • Þeytið allt vel saman þar til brómberin hafa blandast við skyrblönduna og litað hana fagurfjólubláa. 
 • Hellið í formið og frystið í smá stund.

Toppur:

 • Setjið matarlímsblöðin í kalt vatn og látið bíða í 10 mín.
 • Setjið brómber og sítrónusafa í matvinnsluvél og maukið. Það er líka hægt að stappa þau saman með gaffli.
 • Sjóðið vatn og hellið saman við brómberjamaukið og bætið sætunni saman við. Kreistið næst mesta vatnið úr matarlíminu og setjið saman við heita berjablönduna. Hrærið og látið leysast alveg upp.
 • Skerið brómber til helminga.
 • Hellið kældri hlaupblöndunni varlega yfir skyrtertuna og raðið ferskum brómberjum ofan á með sárið niður. Kælið og njótið.

Höfundur: María Krista Hreiðarsdóttir