- +

Rjómaeggjahræra með reyktum laxi

Innihald
4 stk egg
1¼ dl rjómi
sjávarsalt og svartur pipur
20 g smjör
200 g reyktur lax og silungur, skorinn í þunnar sneiðar

Aðferð:

1. Pískið saman egg, rjóma, salt og pipar.

2. Bræðið smjörið á pönnu en ekki við of háan hita. Setjið eggjahræruna út á og hrærið í 1-2 mínútur og takið af pönnunni.

3. Skiptið eggjahrærunni niður á brauðin og raðið laxinum ofan á. Piprið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir