- +

Pizza með ostabotni - KETO

Botn:
200 g rifinn Óðals Cheddar ostur

Álegg:
500 g nautahakk
Krydd (chiliduft, paprikukrydd, salt, pipar, hvítlauksduft)
Iceberg
Rifinn Óðals Cheddar ostur
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Guacamole
Salsasósa
Ferskt kóríander

Aðferð:

Einföld uppskrift dugar fyrir sex pizzubotna.

 

Hitið ofninn 220°C

Skerið niður grænmeti, rífið ost og hafið guacamole, salsasósu og kóríander tilbúið.

Skiptið rifna ostinum (200 g) niður í 6 hluta og mótið hringlaga „pizzabotn“ úr hverjum skammti.

Bakið í 10 mínútur og leyfið að kólna/storkna á meðan annað er útbúið.

Brúnið nautahakkið og kryddið.

Hellið 50 ml af vatni saman við og leyfið að malla í 5-10 mínútur og setjið þá til hliðar.

Setjið pizzuna saman: Salsa ofan á ostabotninn, því næst hakk, síðan kál, rifinn ost, sýrðan rjóma,  guacamole og kóríander.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir