- +

Ostabakað blómkál

Inniihald
1 stk vænt blómkálshöfuð, skipt í knúpa
3 dl nýmjólk
2½ dl rjómi
300 g cheddarostur, rifinn
1½ msk Dijonsinnep
200 g spínat
sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 200°.

2. Raðið blómkálsknúpunum í eldfast mót.

3. Pískið saman mjólk, rjóma, sinnep, spínat og 200 g af osti. Saltið og piprið. Hellið yfir blómkálið.

4. Sáldrið restinni af ostinum yfir og bakið í 30 mínútur.

 

Tillögur:

Skiptið blómkálinu út fyrir spergilkál.

Bætið beikonbitum saman við blómkálið eða spergilkálið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir