Ofnbökuð jarðarber undir snjóþaki og léttþeyttur rjómi

Innihald
400 g jarðarber
5 msk og 2 tsk af sukrin gold
2 stk stórar eggjahvítur
rjómi

Aðferð:

1.Stillið ofninn á 150°.

2. Leggið jarðarberin í smjörborið eldfast mót. Sáldrið 2 tsk af sukrin gold yfir.

3. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum saman við smátt og smátt. Smyrjið varlega yfir berin.

4. Bakið í 15-20 mínútur. Berið fram með léttþeyttum rjóma.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir