- +

Ofnbakaður nautahakksréttur á mexíkóska vísu

Innihald
1 stk laukur, fínsaxaður
500 g nautahakk
1 poki tacokrydd
3 stk egg
2 dl rjómi
150 g cheddarostur rifinn
smjör
svartur pipar

Aðferð:

1.Stillið ofninn á 180°.

2. Mýkið laukinn í smjöri á pönnu.

3. Setjið hakkið saman við og dreifið tacokryddinu yfir. Steikið.

4. Pískið saman í skál egg og rjóma. Piprið.

5. Setjið hakkið í 8 lítil eldföst form eða eitt stórt. Hellið eggjahrærunni yfir og sáldrið ostinum þar ofan á.

6. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til eggin hafa stífnað og ostur bráðnað og bakast.

 

Tillögur:
Skipta út cheddarosti fyrir gratínost eða nota annan feitan ost.

Bera fram með stökku salati, límónubátum og grískri jógúrt.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir