- +

Lambalundir í rjómalagaðri hnetusósu

Innihald
600 g lambalundir
2 dl kókosmjólk
2 dl rjómi
1 tsk Sambal oelek
safi úr 1/2 límónu og e.t.v. meira eftir smekk
hnetusmjör eftir smekk
smjör
sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

1. Steikið lambalundirnar í smjöri. Leggið til hliðar og haldið heitum.

2. Pískið saman kókosmjólk, sambal oelek og límónusafa. Hellið á pönnuna og látið sjóða í u.þ.b. 5 mínútur á vægum hita. Saltið og piprið.

3. Setjið rjóma saman við. Hrærið og bragðbætið með hnetusmjöri og meiri límónusafa ef þurfa þykir. Hellið sósunni yfir lambalundirnar eða berið fram sér með kjötinu.

 

Tillaga:

Skiptið lambalundum út fyrir annað kjöt.

Hafið kókosflögur og saxaðar salthnetur með á diskinn.

Berið fram með stökku salati, smjörsteiktu spergilkáli eða kúrbít.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir