- +

Kolvetnasnautt flatbrauð

Innihald
3 stk egg
sjávarsalt á hnífsoddi
½ msk Husk
100 g grísk jógúrt
¼ tsk lyftiduft
3 msk duftuð hörfræ

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 200°.

2. Skiljið eggjarauður og hvítur að. Stífþeytið eggjahvíturnar og setjið til hliðar.

3. Þeytið eggjarauður og setjið gríska jógúrt saman við. Hrærið. Bætið salti og Huski saman við og hrærið.

4. Blandið eggjahvítunum varlega saman við með sleif og setjið loks duftuðu hörfræin og lyftiduftið út í. Leyfið deiginu að hvíla í 10 mínútur.

5. Skiptið deiginu niður í fernt á bökunarplötu klædda bökunarpappír, gott er að strá yfir fræum að eigin vali. Bakið í u.þ.b. 15 mínútur.

Tillaga að áleggi: Uppskriftirnar af þessum áleggjum eru að finna undir LKL flokknum einnig.

 Rjómaeggjahræra með reyktum laxi

Ostabakað blómkál

Höfundur: Erna Sverrisdóttir