- +

Kjúklingasalat með lárperusósu

Lárperusósa
1 stk stór lárpera (avocado) eða tvær minni
2 msk límónusafi
1¼ dl sýrður rjómi
2½ dl majónes
¾ dl laukur, saxaður
2 stk hvítlauksrif, söxuð
½ tsk Worcestershire-sósa
1 tsk sjávarsalt, má vera rúmlega tsk.
cayennepipar á hnífsoddi

Kjúklingasalat
1 stk vænn grillaður kjúklingur
12 stk beikonsneiðar
2 stk egg, harðsoðin og skorin í báta
150 g blandað salat
1 box íslenskir piccolotómatar eða kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 stk mozzarellakúla eða 100 g fetaostur
1 box jarðarber, skorin í tvennt eða í sneiðar
2 msk furuhnetur, ristaðar

Aðferð:

1. Setjið allt sem á að fara í sósuna í matvinnsluvél og maukið, eða notið töfrasprota. Geymið.

2. Steikið beikonsneiðarnar, annaðhvort í ofni eða á pönnu. Setjið til hliðar.

3. Takið skinnið af kjúklingnum og losið kjötið frá beinum. Skerið í fallega bita.

4. Raðið á diska, á eitt stórt fat eða setjið í salatskál, salat, kjúklingabita, tómata, hnetur og ost. Raðið kjúklingabátum og beikonsneiðum ofan á. Setjið sósu yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir