- +

Kjúklingabringur með beikoni í rjóma-sveppasósu

Innihald
1 stk laukur, skorinn í þunnar sneiðar
1 stk hvítlauksrif, fínsaxað
60 g beikon, skorið í litla bita
250 g sveppir, skornir í tvennt
600 g kjúklingabringur, skornar í bita
1¼ dl hvítvín
2½ dl rjómi
smjör
sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

1. Steikið laukana, beikonið og sveppi saman upp úr smjörklípu. Takið af pönnunni og leggið til hliðar.

2. Setjið kjötið á pönnuna og brúnið upp úr smjöri. Hellið víni yfir og látið sjóða upp.

3. Hellið að síðustu rjóma út á og látið malla á vægum hita í u.þ.b. 10 mínútur, eða þar til kjúklingabitarnir eru eldaðir í gegn.

 

Tillögur:

Skipta sveppum út fyrir spergilkál eða kúrbít.

Skipta kjúklingabringum út fyrir heilan kjúkling en hlutaðan niður. Setja í eldfast mót og ofnbaka í 45 mínútur.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir