- +

Fylltar kúrbítsrúllur í tómatsósu

Innihald
1 stk stór kúrbítur eða 2 minni, skornir í þunnar sneiðar langsum
grísk jógúrt
handfylli af basiliku
1 bréf hráskinka, klippt í ræmur
4½ dl tómata passata eða 1 dós niðursoðnir maukaðir tómatar
gratinostur, eftir smekk
smjör
svartur pipar
tannstönglar

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 200°.

2. Mýkið kúrbítsneiðarnar upp úr smjöri á pönnu.

3. Smyrjið hverja kúrbítssneið með 1 msk af grískri jógúrt. Leggið hráskinku yfir og nokkur basilíkum blöð. Piprið. Rúllið upp og festið með tannstöngli.

4. Hellið tómatsósunni/tómötum í eldfast mót. Raðið rúllunum ofan á og sáldrið osti yfir rúllurnar.

5. Bakið í 20-30 mínútur.

 

Tillögur:

 Skiptið hráskinku út fyrir beikoni.

Skiptið gratínosti út fyrir mozzarellaostasneiðum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir